Bónus kolefnisjafnar
Það er okkar sönn ánægja að tilkynna að Bónus kolefnisjafnaði rekstur verslana sinna í annað sinn en nú fyrir árið 2019. Staðfesting á áætlun þess efnis kom 12. mars 2020 frá vottunaraðila hugbúnaðarfyrirtækisins Klappir Grænar Lausnir hf.
Bónus var einmitt fyrsta matvöruverslun á landinu að kolefnisjafna rekstur verslana sinna í maí 2019 (fyrir rekstrarárið 2018).
Umhverfisstjórnunarhugbúnaður Klappa var innleiddur inn í verklag Bónus snemma árs 2019 og hefur þessi hugbúnaður vafalaust hjálpað fyrirtækinu að ná enn betri árangri í umhverfismálum.
Bónus hefur fjárfest í kolefnisbindingu hjá Kolviði til að jafna út áhrif rekstursins á umhverfið. Kolefnisfótspor Bónus 2019 var 746,1 CO2 tonn. Kolviður hefur því plantað 7.460 trjám á u.þ.b. tveggja hektara landsvæði til að jafna út kolefnisfótsporið.
Umhverfisvernd er eitt af stærstu verkefnum samtímans, og með þessu vill Bónus leggja sitt af mörkum og sýna um leið samfélagslega ábyrgð í verki.