Kredit kort

Kredit kort Bónus er greiðslukort sem ætlað er fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Bónus. Kortið leysir hefðbundin reikningsviðskipti af hólmi sem er bæði Bónus og viðskiptavinum til bóta.

Í boði er val milli þess hvort kortið sé handahafakort eða skráð á einstaka starfsmenn fyrirtækisins. Handhafakortið er skráð á ákveðna deild innan fyrirtækis og hefur skráðan ábyrgðarmann/tengilið. Kort skráð á einstaka starfsmenn er með nafni þess sem mun nota kortið, en slíkt eykur töluvert öryggi og kostnaðarvitund starfsmanna. Með notkun kredit korts Bónus býðst fyrirtækjum einnig að fá aðgang að færsluvef Bónus (Mínar síður).

Mínar síður

ATH: Þegar farið er inn á mínar síður í fyrsta skipti þarf að fara inn með Íslykli, þar er síðan hægt að stofna notendur sem nota sín rafrænu skilríki til þess að fara inn á síðuna 

Hægt er að fylgjast með stöðu kortanna og sækja nótur ásamt því að frysta kort og sækja um aukakort.

Úttektartímabil

Úttektartímabilið er 1.-31. hvers mánaðar. Gjalddagi er 3.dagur næsta mánaðar eftir lok viðkomandi kortatímabils og eindagi er 7. þess mánaðar. Gjaldfært er fyrir stofngjald korts (kr. 1.000), endurútgáfu glataðs korts (kr. 700) og seðilgjald fyrir hverju úttektartímabili (kr. 135)

Þarftu aðstoð?

Þjónusta við korthafa fer fram í gegnum kort(hjá)bonus.is og á skrifstofutíma í síma 527-9000.

Sækja um kort