Bónus fékk jafnlaunavottun ÍST 85:2012 þann 19. febrúar 2019.

Alþingi samþykkti árið 2017 lög þess efnis að íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skuli gangast undir jafnlaunavottun. Meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundum launamun en miðar einnig að því að auka starfsánægju og trú starfsfólks á að mannauðsstjórnun fyrirtækja sé fagleg og gegnsæ og settir séu mælikvarðar og markmið í samræmi við viðkomandi starfsemi.