Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu Bónus. Launastefnan tekur til allra starfsmanna Bónus.

Bónus greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem gerðar eru varðandi þekkingu, hæfni og ábyrgð. Bónus greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga.

Rekstrarstjóri í samráði við framkvæmdastjóra bera formlega ábyrgð á öllum launatengdum ákvörðunum og gæta þess að samræmis sé gætt við alla ákvörðunartöku og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum í samræmi við fyrirliggjandi starfslýsingar þar sem fram koma þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.

Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.