Bónus á grænum grunni

Bónus hefur lagt mikla áherslu á flokkun sorps og endurvinnsluefna.
Á síðasta ári (2018) flokkaðist sorp fyrirtækisins þannig að 64,7% fór sem bylgjupappi til endurvinnslu, úrgangur til urðunar var 30,5% og lífrænn úrgangur til moltugerðar 2,6%.
Bónus mun halda áfram að þróa og efla þátt endurvinnslu í starfsemi sinni.

1.955 tonn af bylgjupappa fór í endurvinnslu frá Bónus 2018.

Kolefnisfótsporsviðmið bíla reiknað út í reiknivél á kolvidur.is.

Bónus leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum sem starfsemi verslunarinnar hefur á umhverfið.

Sérstök áhersla er lögð á að draga úr matarsóun og rýrnun en bónus hefur frá upphafi selt útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta neysludegi með verulegum afslætti
og þannig náð að minnka rýrnun og sorp.

Endurnýjaðar verslanir okkar við Smáratorg og Langholt, Akureyri og ný verslun Bónus í Skeifunni nota nú íslenskan umhverfisvænan kælimiðil í stað freons sem áður var notað.

Bónus hætti sölu plastburðarpoka í október 2018 og tók inn lífniðurbrjótanlega burðarpoka sem leysa plastpokana af hólmi. Í mörg ár hefur Bónus unnið að því að draga úr plastpokanotkun með því að bjóða upp á fjölnota burðapoka sem hafa notið mikilla vinsælda og má til gaman geta þess að um 350 þúsund slíkir pokar hafa verið seldir og gefnir viðskiptavinum undanfarin ár. Auk fjölnota pokana bjóðast viðskiptavinum pappírs- og maíspokar.