Eldunarleiðbeiningar
Bónus hamborgarhryggur
Þennan hrygg þarf ekki að sjóða.
Setjið hrygginn í eldfast mót og vatn (eða vökva að eigin vali) upp að miðju hryggs.
Forhitið ofninn í 175°C.
Eldið hrygginn þar til hann nær 60°C í kjarnahita, takið út og penslið með gljáa.
Setjið hrygginn aftur í ofninn þar til hann nær 67°C í kjarnahita.
Ath. kjöthitamæli er hægt að nálgast í verslunum Bónus
Gott að hafa í huga: Það er mikilvægt að nota kjöthitamæli en stykkin eru misstór og ofnar eru mjög misjafnir eins og þeir eru margir. Viðmið er að það tekur 1 klst. per kg í ofni.