Um Bónus
Sérstaða
Bónus hefur frá stofnun boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. Bónus hefur skemmri opnunartíma en margir keppinautar og miðar hönnun Bónusverslana að því að halda kostnaði í lágmarki. Innréttingar í verslunum Bónus eru einfaldar og ódýrar en þó alltaf gætt að því að hafa verslanir snyrtilegar og aðgengilegar. Þess vegna getur Bónus boðið viðskiptavinum sínum lægsta verðið. Bónus hefur frá fyrstu tíð kappkostað að bjóða neytendum algengustu vöruflokkana en með breyttum neysluvenjum hefur vöruval aukist til muna Vöruframboðið spannar allar meginþarfir heimilishaldsins en auk þess býður Bónus úrval af sérvöru, eins og grunnvöru í fatnaði og árstíðabundnar vörur.
Bónus í hnotskurn
Það er Bónus mikilvægt að halda því trausti sem almenningur hefur sýnt verslunarkeðjunni í gegnum árin og eitt af leiðarljósum Bónus hefur ávallt verið að hafa álagningu sem lægsta. Bónus býður sama verð í öllum sínum verslunum um land allt sem reynst hefur afar dýrmætt gagnvart neytendum. Það sannast ítrekað í verðkönnunum að Bónus býður lægsta vöruverð á Íslandi, þrátt fyrir harðnandi samkeppni.
Samfélagsleg ábyrgð Bónus
Bónus hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og flokkað plast, pappa og annan úrgang í fjölda ára. Verslunin var til að mynda fyrst allra íslenskra matvöruverslana til að kolefnisjafna rekstur sinn á árinu 2018. Verslunin hefur verið leiðandi í umhverfismálum á Íslandi og hætti til að mynda sölu á hefðbundnum plastpokum í október 2018 og hóf að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 100% lífniðurbrjótanlega poka í stað þeirra. Sömuleiðis reynir verslunin að sporna við hvers kyns matarsóun eftir fremsta megni með góðum árangri. Lýðheilsumál hafa einnig verið ofarlega í huga Bónus og styður verslunin við fjölda íþróttafélaga á Íslandi og hefur jafnframt aldrei selt tóbak frá stofnun matvörukeðjunnar. Þú getur lesið meira um umhverfisstefnu Bónus hér.
