Almenn umsókn

Bónus er keðja lágvöruverðsverslana sem frá stofnun hefur boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. 

Starfsmenn Bónus eru um 1000 í dag, fjórum sinnum fleiri en fyrir 7 árum. Bónus rekur 33 verslanir um land allt, en þar af eru 20 á höfuðborgarsvæðinu og 13 á stærstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni.

Fyrsta verslun Bónus var opnuð af Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri syni hans í Skútuvoginum árið 1989. Síðan þá hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að bjóða alltaf lægsta verðið hverju sinni.

Rík hefð er fyrir því að ráða fólk innanhús. Yfirmenn Bónus hafa nánast allir unnið sig upp í fyrirtækinu og erum við afar stolt af öllum okkar starfsmönnum. Bónus greiðir sömu laun fyrir sömu störf óháð kyni og hlaut jafnlaunavottun þess efnis.

Sækja um starf