Einfalt og fljótlegt

GRIPIÐ & GREITT er ný og þægileg sjálfsafgreiðslulausn í Bónus.

Til að nota GRIPIÐ & GREITT þarftu að vera með Bónus-appið virkt í símanum þínum.

Þú skráir þig inn við innganginn í verslun og færð þá úthlutað nettum handskanna úr tækjaveggnum. Eftir það skannarðu vörurnar þínar beint í pokann og þarft því ekki að taka þær upp aftur á greiðslusvæði. Þar þarftu einungis að skanna kóða á tækinu þínu við afgreiðslukassa sem merktur er GRIPIÐ & GREITT, klára greiðsluna – og halda aftur út í daginn. Einfalt og þægilegt!

Þar sem tækið tengist þér persónulega í gegnum appið verður auk þess hægt að hafa þar sinn eigin innkaupalista, skoða kvittanir og innkaupasögu.

Nýir eiginleikar sem auka enn á þægindi og yfirsýn viðskiptavina munu bætast við í áföngum eftir því sem tæknin þróast.

Gripið & Greitt

Leiðbeiningar