Sækja um

Starfsmenn Bónus eru rúmlega 1000 í dag í 31 verslunum um land allt, en þar af eru 19 á höfuðborgarsvæðinu og 12 á stærstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og viljum að sú reynsla sem fólk fær af starfinu sé bæði jákvæð og góð. Miklir möguleikar eru fyrir þá sem skara framúr að ná langt innan veggja fyrirtækisins.

Fyrsta verslun Bónus var opnuð árið 1989 og síðan þá hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að bjóða alltaf lægsta verðið hverju sinni.

Bónus er keðja lágvöruverðsverslana sem frá stofnun hefur boðið viðskiptavinum sínum lægsta mögulega matvöruverð á Íslandi. Bónus hefur skemmri opnunartíma en margir keppinautar og stefnumarkandi vöruval fyrir lágvöruverðsverslun. Hönnun Bónusverslana miðar öll að því að halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Áhersla er lögð á lítinn íburð í verslunum, stöðugt kostnaðaraðhald, mikinn veltuhraða birgða en birgðahald takmarkast af hilluplássi. Vöruframboðið spannar allar meginþarfir heimilishaldsins en auk þess býður Bónus takmarkað úrval af sérvöru, eins og grunnvöru í fatnaði og árstíðabundnar vörur.

Það er Bónus mikilvægt að halda því trausti sem almenningur hefur sýnt verslunarkeðjunni og eitt af leiðarljósum Bónus hefur ávallt verið að láta viðskiptavininn njóta hluta ábatans af því þegar nást hagstæðir innkaupasamningar. Það er einnig mikilvæg staðreynd að Bónus býður sama verð í öllum sínum verslunum um land allt.

Sækja um