Góð ráð fyrir grillmennskuna

Kolagrill getur gert herslumuninn

Það eru margar leiðir til þess að grilla kjöt, en það er ákveðin rómantík að grilla á kolagrilli. Sumir vilja meina að reykurinn sjálfur sé í raun mikilvægt hráefni sem gerir það sem grillað er betra. Eitt er víst að það er fátt sem toppar grillbragðið hvort sem þú notar kolagrill eða gasgrill.

Kol á grilið

Ef þú notar Bar-Be-Quick grillkubbana sem fást í Bónus, þá er nóg að setja u.þ.b 15 kubba fyrir lítil kolagrill. Fylgdu ávalt leiðbeiningum framleiðanda.

Passaðu upp á grillvökvann

Ef þú notar grillvökva til að hita upp í kolunum skaltu gæta þess að allur eldur sé farinn áður en þú leggur kjötið á grillið. Ef það er enn eldur er það merki þess að enn sé óbrenndur grillvökvi í grillinu og það getur eyðilagt bragðið af grillmatnum.

Ekki vera stanslaust að opna lokið á grillinu

Til að hámarka árangur þarf að hafa grillið vel heitt áður en byrjað er að grilla. Ef þú ert að grilla kjöt er best að taka kjötið út u.þ.b klukkustund áður en þú skellir því á vel heitt grillið. Einnig er gott að nota kjöthitamæli til að fylgjast með kjörhitastigi.

Grillspjót úr tré í bleyti fyrir notkun

Leggðu grillspjótin í bleyti í að minnsta kosti 30 mínútur fyrir notkun til að koma í veg fyrir að þau brenni. Ef þú notar grillspjót úr málmi er fínt að bera á þau jurtaolíu sem þolir hátt hitastig svo að maturinn festist ekki við þau.

Kjötið þarf að standa

Þegar kjötið kemur af grillinu skaltu láta það standa í nokkrar mínútur og breiða t.d álpappír yfir. Þessi mikilvæga bið gerir það að verkum að kjötið fær að jafna sig og safinn helst í kjötinu, sem kemur í veg fyrir að það verði þurrt.

Almennilegt loftstreymi er lykillinn

Hafðu gott bil á milli þess sem þú ert að grilla. Það þarf að hafa nægilegt pláss í kring fyrir gott loftstreymi.

Álpappír í stað grillbursta

Ef þú ert ekki með grillbursta er lítið mál að krumpa saman álpappír í kúlu, taka kúluna svo með grilltöngunum og bursta grillið. Best að skafa af grillinu meðan það er enn heitt.