Þægindi beint í pokann!
GRIPIÐ & GREITT er ný og þægileg sjálfsafgreiðslulausn í Bónus.
Til að nota GRIPIÐ & GREITT þarftu að vera með Bónus-appið virkt í símanum þínum.
Þú skráir þig inn við innganginn í verslun og færð þá úthlutað nettum handskanna úr tækjaveggnum. Eftir það skannarðu vörurnar þínar beint í pokann og þarft því ekki að taka þær upp aftur á greiðslusvæði. Þar þarftu einungis að skanna kóða á tækinu þínu við afgreiðslukassa sem merktur er GRIPIÐ & GREITT, klára greiðsluna – og halda aftur út í daginn. Einfalt og þægilegt!
Þar sem tækið tengist þér persónulega í gegnum appið verður auk þess hægt að hafa þar sinn eigin innkaupalista, skoða kvittanir og innkaupasögu.
Nýir eiginleikar sem auka enn á þægindi og yfirsýn viðskiptavina munu bætast við í áföngum eftir því sem tæknin þróast.
Hægt er að hlaða niður Bónus appinu í App store ef þú ert með iOS og í Google Store fyrir Android. Þegar búið er að hlaða appinu í símann þarft þú að skrá þig inn í appið með rafrænum skilríkjum. Í appinu getur þú nálgast GRIPIÐ & GREITT vildarkort sem er nauðsynlegt til þess að nota GRIPIÐ & GREITT lausnina í verslunum Bónus.
Í Bónus appinu er hægt að búa til innkaupalista sem hægt er að deila með öðrum og ná utan um hvað þarf að kaupa. Í GRIPIÐ & GREITT skannanum er hægt að velja innkaupalista og nota á meðan verslað er og þannig tryggt á þægilegan hátt að kaupa það sem vantar.
Ef þú vilt hætta við vöru sem þú hefur þegar skannað ýtirðu á rauðan hnapp neðst á skjá skannans, sem merktur er „Fjarlægja vöru“. Því næst skannar þú umrædda vöru aftur, hún dettur út af listanum og þú skilar henni í hilluna.
GRIPIÐ & GREITT byggir á fullkomnu trausti milli Bónus og viðskiptavinar og þannig viljum við hafa það. Við fylgjumst þó með til öryggis. Á greiðslusvæði geta viðskiptavinir átt von á að starfsmaður í þjónustueftirliti taki stikkprufu og skoði innkaup að hluta eða í heild öðru hverju.
Í grænmetis- og ávaxtakæli er vog sem merkt er GRIPIÐ & GREITT. Vogin er eingöngu ætluð fyrir þau sem velja þessa þjónustuleið. Þú vigtar þar hverja tegund fyrir sig í lausu. Vogin þekkir vöruna, birtir kóða á skjánum sem þú skannar, og varan er þá klár í pokann.
Á greiðslusvæði blasir við kóði sem þú skannar til að láta vita að verslunarferð sé lokið. Þar færðu upp spurningar um hvort þú hafir getað skannað allar vörur. Ef allt er klárt færðu upp lokakóða á skannann, velur næsta lausa G&G-greiðslukassa, skannar kóðann þinn og fylgir leiðbeiningum á skjá til að ljúka við greiðslu.