Jafnlaunastefna Bónus er ætlað að tryggja öllum starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á í lögum og stjórnarskrá um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti að launastefnu Bónus.
Markmið stefnunnar er að stuðla að því að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri og koma í veg fyrir hvers konar mismunum.
Eftirfarandi jafnlaunmarkmið skulu höfð að leiðarljósi:
- Bónus er vinnustaður þar sem bæði karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa.
- Bónus er vinnustaður þar sem allir, óháð kyni, njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
- Bónus er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
- Bónus gætir þess að allir starfsmenn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.
- Bónus líður ekki einelti, fordóma, kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni.
Bónus hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna til að framfylgja settum stefnumiðum. Rekstrarstjóri/framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að þeim lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Rekstrarstjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi kerfisins í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.
Til að uppfylla skilyrði laganna og stefnunnar skuldbindur Bónus sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.
Ákveðið verklag er viðhaft við launaákvarðanir innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að tryggja heildaryfirsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kynbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós.
Stjórn setur fram jafnlaunamarkmið og rýnir jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
Janflaunavottun