Um Bónus

Um Bónus
Um Bónus
Um Bónus

Bylting fyrir neytendur

Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson opnuðu fyrstu Bónusbúðina í 400 fermetra húsnæði við Skútuvog laugardaginn 8. apríl 1989. Jóhannes sagði í DV við þetta tækifæri: „Verslunin nefnist Bónus og dregur nafn sitt af þeim afslætti sem veittur verður af öllum vörum.“

Um Bónus
Um Bónus
Um Bónus

Sérstaða

Sérstaða Bónus á matvörumarkaðnum hefur verið mikil allt frá fyrsta degi; opnunartíminn, frá kl. 12 á hádegi og fram undir kvöldmat, og íburður allur í lágmarki. Kappkostað var að hafa aðeins algengustu vöruflokkana og innréttingar einfaldar og ódýrar. Í Bónus var í fyrsta sinn lesið af strikamerkjum við kassana og ekki tekið við krítarkortum.

Þar að auki var tekin ákvörðun um það frá fyrstu tíð í Bónus að staðgreiða allar vörur frá heildsölum. Vöruveltan var mikil og með opnunartímanum og lágum tilkostnaði í versluninni var hægt að bjóða mun lægra verð en áður hafði þekkst.

Um Bónus
Um Bónus
Um Bónus

Frábærar viðtökur

Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðtökur landsmanna. Þær voru í einu orði sagt frábærar enda vöruverð strax miklu lægra í nýju versluninni. Salan varð strax þrefalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og um mitt sumar 1989 var ráðist í að opna aðra Bónusverslun, í Faxafeni 14. Ári síðar, 1990, var svo þriðja verslunin opnuð að Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði og enn ári síðar sú fjórða, að Smiðjuvegi í Kópavogi. Sama ár var opnað í Iðufelli og á árinu 1992 á Seltjarnarnesi.

Helmingsmunur á verði

Neytendur kættust eins og nærri má geta og í fréttum dagblaðanna frá 1991 má lesa hversu mikil bylting Bónus var í raun fyrir hinn almenna neytanda. Verðmunur í verðkönnunum var sagður gríðarlegur: Í DV segir í febrúar 1991. „Hátt í helmingsmunur á innkaupakörfu.“ Síðan upphefst mikið verðstríð þar sem DV metur gróða neytenda á við 30 raðhús í Reykjvík, allt fyrir tilstilli Bónuss. Forseti Alþýðusambandsins segir ennfremur í Alþýðublaðinu í apríl 1991 að Bónus skili árangri og á þar við verðbólguna sem farið hafði lækkandi vegna lækkunar á vöruverði.
Bónuskaupmenn fóru fljótlega að flytja vörur inn sjálfir til þess að ná hagstæðara verði og því var að sjálfsögðu skilað til neytenda.
Bónus í sérflokki

Í DV í mars 1992 segir í fyrirsögn eftir að Neytendasamtökin gerðu verðkönnun, einu sinni sem oftar: „Bónus er í sérflokki“. Þannig hefur það verið allar götur frá því að fyrsta verslunin var opnuð, Bónus hefur verið í sérflokki. Verslanirnar hafa verið reknar með lágmarkskostnaði og eitt leiðarljós hefur lýst mönnum öll þessi ár. Það leiðarljós er að Bónus bjóði alltaf betur en aðrar verslanir. Þetta vita neytendur og þess vegna venja eins margir komu sína í Bónus og raun ber vitni.

Áhersla á ferskvöruna

Á síðustu árum hefur verslunum Bónus fjölgað mikið, eða úr 12 í 31. Reynt hefur verið að hlusta eftir þörfum og vilja viðskiptavina og bregðast við óskum þeirra um staðsetningar eins og frekast hefur verið unnt. Minni verslunum hefur verið lokað og nýjar og stærri opnaðar í staðinn. Þá hefur verið unnið að því á liðnum árum að laga elstu búðirnar.
Verslanirnar eru nú hannaðar með þarfir viðskiptavina og starfsmanna í huga. Ferskvaran fær æ meira rými og áhersla fyrirtækisins á grænmeti og ávexti er sífellt að aukast. Þá fjölgar lífrænt ræktuðum vörum með hverjum mánuðinum sem líður.

Bónus í dag

Starfsmenn Bónus eru um 1000 í dag og hefur þeim fjölgað mikið á síðustu árum. Verslanirnar eru 19 á höfuðborgarsvæðinu, Kjörgarði við Laugaveg, Holtagörðum, Korputorgi, Skútuvogi, Skeifunni, Faxafeni, Skipholti, Fiskislóð, Grafarvogi, Mosfellsbæ, Kauptúni í Garðabæ, Helluhrauni í Hafnarfirði, Kringlunni, Smáratorgi í Kópavogi, í Hraunbæ, Lóuhólum, Tjarnarvöllum í Hafnarfirði, Ögurhvarfi í Kópavogi, Nýbýlavegi Kópavogi og Garðatorgi Garðabæ. Úti á landi eru 12 verslanir, á Ísafirði, tvær á Akureyri, Selfossi, í Borgarnesi, á Egilsstöðum, tvær í Reykjanesbæ, Hveragerði, Stykkihólmi, Akranesi og í Vestmannaeyjum.

Umhverfið og ábyrgð

Umhverfið & ábyrgð

Skoða nánar
Umhverfið & ábyrgð
Bónuskort

Rafræn gjafakort

Kaupa kort
Rafræn gjafakort