Barnabónus

Bónus vill styðja við bakið á ungum barnafjölskyldum og létta þeim lífið með því að gefa þeim gjafir sem geta nýst á fyrstu mánuðum nýfæddra barna.

Barnabónus inniheldur vörur fyrir móður og barn og miðar að því að veita öllum börnum jafna byrjun. Barnabónusinn kemur í eigulegu boxi sem passar fullkomlega inn á heimilið. Fallega hannað box sem ætti að nýtast vel undir bleyjur og dót fyrstu mánuðina eða sem minningarkassi eða jafnvel sem dótakassi.

Barnabónus er veitt öllum þeim verðandi og nýbökuðu foreldrum sem sækja um það​ en boxið hentar börnum að þriggja mánaða aldri.  

Bónus hefur í rúm 36 ár tekið þátt í að auka hagsæld á Íslandi og stuðla að því að bæta lífsgæði fjölskyldna með því að bjóða upp á hagkvæmari kost á nauðsynjavörum.

Okkur er annt um viðskiptavini okkar og viljum með þessari gjöf kynna þær fjölmörgu vörur sem hægt er að nálgast í verslunum okkar.

Ferlið í 5 einföldum skrefum

Skráning

1. Skráðu þig

Fylltu út umsókn með því að ýta hér. Það tekur aðeins örfáar mínútur!

Staðfestingarpóstur

2. Staðfesting með pósti

Þú færð póst með strikamerki sem þú notar til að sækja boxið.

Sækja í verslun

3. Sækja í verslun

Farðu í Bónus verslunina sem þú valdir og hafðu strikamerkið með.

Framvísa strikamerki

4. Framvísaðu strikamerkinu

Sýndu strikamerkið við beltakassa og fáðu afhendingu.

Taktu við Barnabónus

5. Taktu á móti Barnabónus

Til hamingju – þú ert komin/n með Barnabónusinn þinn 💛

Sækja um Barnabónus

Allar fyrirspurnir mega berast okkur á [email protected]