Skilaboð frá Bónus
Kæri viðskiptavinur Bónus,
Mikil óvissa ríkir um þessar mundir vegna Covid-19. Það er mikið álag á verslanir okkar og sérstaklega hjá okkar góða starfsfólki, sem er að gera sitt allra besta að verða við þörfum viðskiptavina. Við biðjum því okkar viðskiptavini að sýna okkur biðlund, virða nálgunartakmörk og reglur hvað varðar fjölda viðskiptavina inn í okkar verslunum.
Við berum öll mikla ábyrgð og því mikilvægt að allir leggist á eitt við að halda þau fjarlægðarmörk á milli einstaklinga sem ætlast er til ásamt því að hjálpa okkur að halda verslun hreinni. Til að okkur takist þetta með sóma verðum við að hjálpast að við þessar erfiðu aðstæður. Takk fyrir að sýna okkur skilning og þolinmæði.
Kær kveðja,
Starfsfólk Bónus
Aðgerðir Bónus
vegna Covid-19
Þvoum okkur um hendurnar
Vandlega með vatni og sápu reglulega yfir daginn.
Snertifletir þrifnir
Reglulega og eftir þörfum.
Sprittstöðvar
Sprittstöðvar eru við inngang og á fleiri stöðum í verslun.
Takmörkun á fólki inn í verslun
Engar takmarkanir
Virðum fjarlægðarmörk
Viðskiptavinir þurfa að halda 1 metra milli og nota rauðu punktana á gólfi við biðraðir á kassasvæði til viðmiðunar.
Almennt enginn vöruskortur framundan
Enginn fyrirsjáanlegur skortur á innfluttum vörum, hvort sem um er að ræða ávexti, grænmeti, hreinlætisvörur, þurrvörur eða matvöru með langt geymsluþol.
Ef upp kemur sýking hjá starfsfólki?
Förum í einu og öllu eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Plexigler sett upp til að verjast smiti
Báðum megin við kassastarfsmenn er plexigler til að verjast dropa- og úðasmiti.
Opnum fyrr fyrir áhættuhópa
Þetta úrræði er ekki í gangi eins og er
Þrjár verslanir okkar á höfuðborgarsvæðinu opnuðu klukkustund fyrir auglýstan opnunartíma, til þess að taka á móti áhættuhópum sem viðkvæmastir eru fyrir COVID-19.
Þetta úrræði var ekki hugsað fyrir hvern sem er heldur þá sem virkilega þurftu á því að halda. Gátum því miður ekki boðið upp á þennan valkost föstudag, laugardag og sunnudag þar sem við réðum ekki við meira um helgar.
Grímuskylda víkur 12. feb 2022
Viðskiptavinir eru hvattir til að bera andlitsgrímu í verslunum okkar.
Kerru sótthreinsistöðvar
Akranes, Smáratorg, Skeifan og Kauptúni eru með sótthreinsistöðvar fyrir kerrur og handkörfur sem nota útfjólubláan geisla til að útrýma bakteríum og veirum.
FJÖLDATAKMÖRKUN – REGLUR YFIRVALDA
Engar fjöldatakmarkanir eru í matvöruverslunum.
Listi yfir æskilegt birgðahald heimila í heimsfaraldri
Dæmi um matvörur með langt geymsluþol ásamt tékklista.