Umhverfið og ábyrgð

Bónus á grænum grunni

Bónus er í stöðugri þróun og er sérstök áhersla lögð á umhverfisþáttinn í rekstrinum, eins og t.d. led lýsingu, íslenskt umhverfisvænt kælikerfi og svo að sjálfsögðu flokkun sorps sem Bónus hefur gert í 30 ár.

Andaðu léttar með Bónus

Síðastliðin ár hefur Bónus lagt aukna áherslu á verndun umhverfis og náttúru með góðri og virkri umhverfisstefnu.

Hjá Bónus er fjárfest í kolefnisbindingu til að vega á móti þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem óumflýjanlega verður í rekstrinum, sorp er flokkað vandlega og plastnotkun og matarsóun hefur minnkað verulega síðustu ár.

Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og flokkað plast, pappa og annan úrgang í fjölda ára. Bónus hætti til að mynda sölu á hefðbundnum plastpokum í október 2018 og hóf að bjóða viðskiptavinum sínum upp á 100% lífniðurbrjótanlega poka í stað þeirra. Í október 2022 urðum við fyrst matvöruverslana til að hætta sölu á hefðbundnum plastpokum.

Við vitum að markviss umhverfisstefna skiptir sköpum þegar kemur að þeim aðgerðum sem Bónus hefur ráðist í og mun ráðast í, til að ná settum markmiðum í umhverfis- og samfélagsmálum.

Bónus vinnur eftir stefnunni Andaðu léttar þegar kemur að umhverfismálum. Málaflokkarnir fjórir sem snúa að umhverfismálum eru; kolefnisbinding, flokkun sorps, saman gegn matarsóun og minna plast.

Bónus aðgerðir til kolefnisbindingar

Umhverfisvernd er eitt af stærstu verkefnum samtímans, og með öflugri umhverfisstefnu vill Bónus leggja sitt af mörkum og sýna um leið samfélagslega ábyrgð í verki.

Bónus var fyrsta matvöruverslunin til þess að reikna út losun vegna eldsneytis- og orkutengdrar starfsemi. Þessar aðgerðir eiga rætur sínar að rekja til 2019 (fyrir rekstrarárið 2018). Kolefnisbindingin er nú unnin í samstarfi við Yggdrasil Carbon ehf. sem sér um gróðursetningu trjáa fyrir hönd Bónus með vottuðum kolefniseiningum. Þessar vottuðu kolefniseiningar hafa þær hlotið stranga gæðavottun samkvæmt Skógarkolefnisstaðli Skógræktarinnar. 

Samdráttur Bónus í losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstrarúrgangi nam 55,4% á tímabilinu 2019 – 2022.

Þá er Bónus kjölfestustyrktaraðili að verkefni Langræðslunnar og Skógræktarinnar um að safna og sá birkifræjum til að rækta upp birkiskóga á Íslandi.

Flokkun í Bónus

Á síðustu árum höfum við unnið markvisst að því að auka flokkun á starfsstöðvum Bónus með það að markmiði að hámarka endurvinnslu- og endurnýtingarmöguleika hverrar verslunar og að auðvelda viðskiptavinum þátttöku í flokkun og endurvinnslu úrgangs. Bónus notast við merkingakerfi FENÚR (www.fenur.is).

Stóran hluta samdrátts í losun Bónus má rekja til árangurs á sviði úrgangsmála. Við höldum áfram að bæta í þegar kemur að flokkun úrgangs og óhætt er að segja að verulegur árangur hafi náðst í flokkun úrgangs á síðustu árum. Hlutfall flokkaðs úrgangs fór úr 70,6% á árinu 2019 og upp í 78,4% á árinu 2023. Óflokkaður úrgangur drógst lítillega saman milli áranna 2022 og 2023.

Heildarþyngd úrgangs frá öllum rekstri Bónus nam 3.070.649 kg, sem er 1,3% hækkun frá grunnári.

Magn úrgangs til urðunar lækkaði um 33,5% á milli áranna 2019 og 2023. Árið 2019 fóru 893.542 kg í urðun en 593.572 kg árið 2023.

Bónus og viðskiptavinir gegn matarsóun

Árið 2023 pakkaði starfsfólk Bónus alls 70 tonnum af útlitsljótu grænmeti og ávöxtum í svokallaða matarávaxtapoka til þess að takmarka matarsóun.
Frá stofnun Bónus hefur það alltaf verið markmið í okkar rekstri að halda matarsóun í lágmarki því hlutverk Bónus er að koma vörum frá framleiðendum til neytenda á sem hagkvæmastan hátt.

Allur ferskur kjúklingur, ferskt lambakjöt (ókryddað) og nautakjöt sem selt er í Bónus er með innbyggt afsláttarkerfi á umbúðum sínum, svokallað “databar” sem gefur sjálfkrafa afslátt við kassann þegar líftími vörunnar er að renna út. Afslátturinn nemur 30% daginn fyrir síðasta söludag og 50%fyrir síðasta neysludag. Með þessu kerfi hafa viðskiptavinir hjálpað okkur að takmarka sóun verulega og notið þess í lægra verði um leið.

Bónus veitir einnig birgjum daglegar söluupplýsingar fyrir hverja vörutegund, brotið niður á hverja verslun og þannig fá birgjar góða yfirsýn yfir sölu og birgðir í öllum verslunum Bónus sem leiðir af sér minni matarsóun.

Bónus hefur líka leitað leiða til að búa til verðmæti úr þeim matvörum sem ekki hefur náðst að bjarga. Eitt af þeim verkefnum sem við höfum tekið þátt í er að selja handgerðar sápur sem unnar eru úr náttúrulegu hráefni og meðal annars afgöngum af grænmeti og ávöxtum.

Vöruval og verslanir að breytast í rétta átt

Við gerum okkur grein fyrir því að mikla raforku þarf til að reka verslanir okkar og hefur ýmislegt verið gert til að draga úr slíkri orkunotkun. Unnið er markvisst að því innan verslana Bónus að skipta yfir í umhverfisvænni orkumiðla og orkusparandi perur (LED) í rekstri verslana. Að sama skapi byggja allar nýjar og endurhannaðar matvöruverslanir Bónus á grænum grunni þar sem einungis er notast við íslenskan umhverfisvænan kælimiðil í stað freons áður. Kerfið er talið fremst á sviði umhverfisvænna kælikerfa og er auk þess sjálfbært og öruggt. Vélbúnaður kerfisins nýtir orkuna betur og allir kælar og frystar eru lokaðir, sem tryggir jafnara hitastig og þar af leiðandi betri gæði og endingu frystivara. Ný LED lýsing, ásamt lokum á kæla og frysta hefur hingað til sparað verslunum allt að 50% af rafmagni og þeim kostnaði sem rafmagninu fylgir.

Yfirfærsla á þessum umhverfisvænu orkumiðlum er því ekki einungis umhverfisvæn, heldur stuðlar hún einnig að sparnaði í rekstri sem er einmitt markmið Bónus í hvívetna. Stöðugt er unnið að endurnýjun og uppsetningu kerfanna, ásamt því að skipta yfir í LED lýsingu innan verslana. Á árinu 2023 var lýsingu skipt út í einni verslun.

Veraldarvinir

Veraldarvinir eru íslensk sjálfboðasamtök sem setja umhverfismál í öndvegi. Bónus er stoltur samstarfs- og styrktaraðili [Lesa nánar]

Andaðu Léttar – Umhverfisverðlaun Terra

Bónus hlýtur Umhverfisverðlaun Terra í ár fyrir markvissan árangur og ábyrga stefnu í flokkun og [Lesa nánar]

Andaðu Léttar með Bónus

Andaðu léttar Bónus var fyrsta matvöruverslun á Íslandi sem kolefnisjafnaði rekstur verslana sinna ásamt því [Lesa nánar]

Andaðu léttar – Án tóbaks í rúm 30 ár!

Andaðu léttar. Bónus hefur verið án tóbaks í rúm 30 ár! Tóbak hefur aldrei verið [Lesa nánar]

Andaðu léttar – Saman gegn matarsóun

Tæplega 200.000 pokar af matarávöxtum á síðasta snúning eða með útlitsgalla seldir 2019.