Veraldarvinir

veraldarvinir

Bónus og Veraldarvinir

Veraldarvinir eru íslensk sjálfboðasamtök sem setja umhverfismál í öndvegi. Markmið Veraldarvina er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfið.

Um 1500 sjálfboðaliðar koma til landsins á vegum Veraldarvina árlega og einbeita sér að náttúruvernd, m.a. með því að leggja gönguleiðir og rækta plöntur en einnig með hreinsun íslensku strandlengjunnar. Mikið magn af plasti, netadræsum og öðru rusli rekur á íslenskar strandir og hafa sjálfboðaliðar Veraldarvina safnað slíku rusli um allt land í vetur.

Í janúar stóðu Veraldarvinir ásamt Hrafni Jökulssyni að sýningunni “Kolgrafarvík kemur í bæinn” sem haldin var við Reykjavíkurhöfn. Þar gátu gestir skoðað afrakstur hreinsuninnar og einstaka náttúru Árneshrepps. Þessa dagana eru Veraldarvinir að flytja sýninguna og stefna að því að setja hana aftur upp á næstu vikum.

Bónus er stoltur samstarfs- og styrktaraðili Veraldarvina og er bakhjarl þessa verkefnis.  

veraldarvinir
ruslatinsla
rusl