Umhverfið og Ábyrgð

Bónus á grænum grunni

Bónus er í stöðugri þróun og er sérstök áhersla lögð á umhverfisþáttinn í rekstrinum, eins og t.d. led lýsingu, íslenskt umhverfisvænt kælikerfi og svo að sjálfsögðu flokkun sorps sem Bónus hefur gert í 30 ár.

Bónus kolefnisjafnar

Það er okkar sönn ánægja að tilkynna að Bónus hefur kolefnisjafnað rekstur verslana sinna í annað sinn en nú fyrir árið 2019. Staðfesting um áætlun þess efnis kom 12. mars 2020 frá vottunaraðila hugbúnaðarfyrirtækisins Klappir Grænar Lausnir hf.

Bónus var einmitt fyrsta matvöruverslun á landinu að kolefnisjafna rekstur verslana sinna í maí 2019 (fyrir rekstrarárið 2018).

Umhverfisstjórnunarhugbúnaður Klappa var innleiddur inn í verklag Bónus snemma árs 2019 og hefur þessi hugbúnaður vafalaust hjálpað fyrirtækinu að ná enn betri árangri í umhverfismálum.

Bónus hefur fjárfest í kolefnisbindingu hjá Kolviði til að jafna út áhrif rekstursins á umhverfið. Kolefnisfótspor Bónus 2019 var 746,1 CO2 tonn. Kolviður hefur því plantað 7.460 trjám á u.þ.b. tveggja hektara landsvæði til að jafna út kolefnisfótsporið.

Umhverfisvernd er eitt af stærstu verkefnum samtímans, og með þessu vill Bónus leggja sitt af mörkum og sýna um leið samfélagslega ábyrgð í verki.

Flokkun í Bónus*

Á síðasta ári (2019) flokkaðist sorp fyrirtækisins þannig að 66,9% fór sem bylgjupappi til endurvinnslu, blandaður úrgangur til urðunar var 27% og lífrænn úrgangur til moltugerðar 4,8%. En það er ánægjulegt að tilkynna að milli ára hefur Bónus aukið flokkun á lífrænum úrgangi um 80%, endurunnið 2.5% meira og 16.4% minni úrgangur farið til urðunnar en árið áður (2018).

1.955 tonn af bylgjupappa fór í endurvinnslu frá Bónus 2019 sem gerir 2% aukningu frá 2018. Með staðfastri flokkun á bylgjupappa kom Bónus í veg fyrir losun á 1.995 tonnum af CO2 ígildum. Til að setja þetta í samhengi þá samsvarar þetta magn u.þ.b 970 bílum sem keyra 10.000 km á ári með eyðslu upp á 9 L/100 km.

Kolefnisfótspor bíla reiknað út í reiknivél á kolvidur.is

Bónus og viðskiptavinir gegn matarsóun

Bónus leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum sem starfsemi verslunarinnar hefur á umhverfið.

Sérstök áhersla er lögð á að draga úr matarsóun og rýrnun en Bónus hefur frá upphafi selt útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta neysludegi með verulegum afslætti og þannig náð að minnka rýrnun og sorp. Árið 2019 seldust tæplega 185.000 pokar af útlitsgölluðum matarávöxtum sem gerir u.þ.b 130 tonn. Sama ár keyptu viðskiptavinir Bónus 72 tonn samanlagt af kjúkling sem var á síðasta snúning. Einnig má nefna að Bónus hefur náð sérstaklega vel utan um birgðarstýringu og er hröð velta innan verslunarinnar lykill að minni matarsóun.

Leiðandi á markaði í útrýmingu plasts

Bónus hætti sölu plastburðarpoka í október 2018 og tók inn lífniðurbrjótanlega burðarpoka sem leysa plastpokana af hólmi. Í mörg ár hefur Bónus unnið að því að draga úr plastpokanotkun með því að bjóða upp á fjölnota burðapoka sem hafa notið mikilla vinsælda og má til gamans geta þess að yfir 400 þúsund slíkir pokar hafa verið seldir og gefnir viðskiptavinum undanfarin ár. Auk fjölnota pokana bjóðast viðskiptavinum pappírs- og maíspokar ásamt netum fyrir grænmeti og ávexti.

Allt að 200 tonn á ári sparast

Með tilkomu lífniðurbrjótanlegu burðapokanna hafa sparast allt að 200 tonn af plasti á hverju ári. Bónus burðarpokarnir brotna 100% niður ef þeir eru flokkaðir sem lífrænn úrgangur. Bónus hvetur alla viðskiptavini að hafa meðferðis fjölnota burðarpoka ásamt fjölnota netum fyrir grænmeti og ávexti.

Minna plast frá birgjum

Við leggjum líka mikla áherslu á að minnka plastnotkun okkar og notum mun minna plast en áður og það er alltaf að minnka. Við erum sífellt að skora á okkar birgja að gera slíkt við sama og ef þeir standa sig vel verður þetta mun auðveldara fyrir okkur. Þessu tengt, Bónus súpurnar fóru úr plastfötum yfir í pappaumbúðir og nú er allt nýbakaða bakkelsi farið úr pokum og bökkum úr plasti í pappaöskjur. Við þessar aðgerðir í bakkelsinu, mun plastnotkun í þessum vöruflokki minnka um allt að 90%. Umbúðir utan um ferskt nautahakk og hamborgara frá Íslandsnauti eru nú komnar í 100% endurvinnanlegar umbúðir og er notast við 70% minna plast en áður.

Vöruval og verslanir að breytast í rétta átt

Bónus býður upp á umhverfisvæna kosti í einnota hlutum eins og lífniðurbrjótanlega diska og mál. Nýlega kom heil vörulína af umhverfsvænum hreinlætisvörum eins og tannburstar úr bambus og fjölnota hreinsipúðar. Einnig eru fáanleg stál sogrör og umhverfisvænni hreingerningarvörur.

Neytendur geta séð merki Seedling utan á pakkningunum til að vera viss um að varan sé lífniðurbrjótanleg.

Endurnýjaðar verslanir okkar við Smáratorg, Langholt á Akureyri og nýjar verslanir Bónus í Skeifunni, Garðatorgi og Mosfellsbæ nota íslenskan umhverfisvænan kælimiðil í stað freons.

Þessu verkefni er ekki lokið og unnið er að endurnýjun í fleiri verslunum á næstu misserum ásamt því að skipta í led peru. Að auki erum við að setja gegnsæjar lokur á alla frysta og kæla sem bæði gerir það að verkum að hitastig helst jafnt og gæði vörunnar helst mun lengur en ella. Bara þetta tvennt hefur sýnt sig í allt að 50% minni rafmagnsnotkun búðanna.