Kæru viðskiptavinir Bónus,
Starfsmaður Bónus í Kjörgarði greindist jákvæður fyrir COVID-19 í gærkvöldi, mánudag. Í samráði við rakningarteymi almannavarna voru allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann sendir í sóttkví. Umræddur starfsmaður starfaði á kassa og vegna grímuskyldu, skilrúma við afgreiðslukassa sem og harðra sóttvarnaaðgerða Bónus, eru viðskiptavinir ekki taldir útsettir fyrir smiti.
Verslunin var sótthreinsuð í nótt og í morgun og mun því opna eins og venjulega kl. 11:00 í dag. Starfsfólk úr öðrum verslunum okkar munu því hlaupa í skarðið og bjóða viðskiptavini velkomna, nú sem fyrr.
Við viljum þakka rakningarteyminu fyrir snör viðbrögð og sömuleiðis okkar frábæra starfsfólki og viðskiptavinum fyrir sýndan skilning.
Gleðilega hátíð og farið varlega.
Kær kveðja,
Starfsfólk Bónus