Ný Bónus verslun í Miðhrauni

Rúmgóð verslun í alfaraleið

Bónus opnaði nýja verslun í Miðhrauni í Garðabæ, laugardaginn 25. nóvember klukkan 10:00. Þetta er 33 Bónusverslunin  og er byggð á grænum grunni, samtals 2300 fm, og er hönnuð til að mæta síbreytilegum þörfum neytenda. Verslunin er vel tengd helstu hverfum í kring og eru næg bílastæði á svæðinu.

Verslunin inniheldur allar nýjungar sem að Bónus hefur upp á að bjóða og má þar nefna GRIPIÐ & GREITT sem gerir viðskiptavinum kleift að versla í matinn beint í pokann og greiða svo fyrir vörurnar í sjálfsafgreiðslugerðinu. Bónus hefur einnig leitt skiptinguna úr freoni yfir í íslenska kolsýru á íslenskum dagvörumarkaði þegar að kemur að kælikerfum en allir kælar í nýrri verslun eru knúnir áfram með íslenskri kolsýru. Að sama skapi er verslunin lýst upp með LED ljósum sem dregur úr raforkunotkun auk þess sem að flestar hillurnar eru annaðhvort smíðaðar hér á landi eða endurnýttar úr öðrum verslunum Bónus.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus: „Við erum afar stolt af þessari nýju verslun okkar í Miðhrauni en við hönnun verslunarinnar var hugað vel að því að hver fermetri væri nýttur á sem bestan hátt, kælar verslunarinnar eru stórir og rúma vel þær íslensku framleiðsluvörur sem skipa mjög stóran sess í vöruvali okkar, sérstaklega íslenskar landbúnaðarvörur.  Svo er verslunin í alfaraleið hvort sem er fyrir Garðbæinga og Hafnfirðinga eða alla þá sem eiga leið um svæðið. Bónus er ávallt með umhverfið í öndvegi og reynum við að skilja sem minnst umhverfisfótspor eftir okkur. Má þar nefna kælikerfin, lýsinguna, hillunar og svo endurnýtum við allar þær umbúðir sem falla til í rekstri.“