Andaðu léttar
Bónus var fyrsta matvöruverslun á Íslandi sem kolefnisjafnaði rekstur verslana sinna ásamt því að hætta sölu á plastburðarpokum. Bónus hefur frá upphafi selt útlitsgallaðar vörur og vörur á síðasta neysludegi með verulegum afslætti og þannig stuðlað gegn matarsóun. Flokkun skiptir Bónus miklu máli og er gífurlegt magn af sorpi flokkað á hverjum degi. Aldrei hefur tóbak verið selt í verslunum Bónus en fyrir utan heilsufarstengdum vandamálum tóbaks þá er umhverfisþátturinn ekkert síðri þar sem sígarettustubbamengun hefur verið gríðarlegt vandamál á heimsvísu.