Bleikar kerrur í Bónus

Bleiki liturinn fær að njóta sín í nýrri gerð af Bónus kerrum.

Nýju kerrurnar eru í bleikum lit og munu leysa eldri gular kerrur af hólmi í nokkrum verslunum Bónus.

,,Það eru komnar 580 bleikar kerrur til landsins. Þessar kerrur fara ekki strax í allar verslanir en eru teknar inn í nokkrar vel valdar. Þessar kerrur eru aðeins minni en þessar gulu sem við eigum að venjast og eru einnig með hærri botn og því betra að setja vörur og taka vörur upp úr kerrunni. Þetta eru mjög meðfærilegar og þægilegar kerrur og við höfum trú á að viðskiptavinum okkar muni líka þær vel auk þess sem bleiki liturinn er býsna skemmtilegur,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.

Kerrurnar bleiku eru úr ryðfríu stáli og eiga því ekki að ryðga þótt þær standi úti í alls kyns veðrum. Þær taka 80 lítra og eru með 4 tommu dekkjum.

En hér má sjá myndband af kerrunni.