Samningur milli ÍA og Bónus
Bónus gerði samning við Knattspyrnufélag ÍA en gengið var frá samningum þann 16. september, í verslun Bónus á Akranesi. Sama dag fór fram „Bónus leikurinn“ í efstu deild karla, ÍA gegn Grindavík en eftir leik hlaut Óttar Bjarni Guðmundsson viðurkenningu sem maður leiksins og að launum fékk hann inneignakort í Bónus.
Mynd frá vinstri:
Baldur Ólafsson (Markaðsstjóri Bónus),
Sigurður Þór Sigursteinsson (Framkvæmdastjóri KFÍA) og Sigurrós Jónsdóttir (Verslunarstjóri Bónus á Akranesi)