Bónus opnar í Norðlingaholti

Bónus opnar í Norðlingaholti

Ný matvöruverslun Bónus opnar laugardaginn 3. júní kl. 10 að Norðlingabraut 2 í Norðlingaholti.  Verslunin er rúmlega 1.800 fermetrar og er byggð á grænum grunni eins og allar nýjar og endurbættar Bónus verslanir. Sem dæmi er notast við íslenska CO2 kælimiðla fyrir kæli- og frystivélar en einnig eru led lýsingar sem spara orku í allri versluninni bæði að innan og utan ásamt orkusparandi frysti- og kælitækjum.

„Við erum afar ánægð með nýju verslunina á Norðlingaholti og að fá að þjónusta þetta myndarlega hverfi sem er á jaðri Reykjavíkurborgar. Gott aðgengi er að versluninni með fjölda bílastæða og einnig sérstök stæði fyrir fjölskyldur. Vöruúrval verslunarinnar er hnitmiðað að okkar mati og á sama lága verðinu og er í Bónus um allt land“ segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.