Bónus Vínarpylsur – Gullverðlaun MFK

Bónus Vínarpylsur fá Gullverðlaun Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna

Bónus Vínarpylsur hljóta Gullverðlaun Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna

Bónus vínarpylsur tóku þátt í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK) í október síðastliðnum og hlutu pylsurnar gullverðlaun í sínum flokki. Síld og fiskur, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali, framleiðir vínarpylsurnar fyrir Bónus og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi þegar kemur að því að stækka vörulínu Bónus með gæðavörum sem fáanlegar eru í verslunum Bónus um land allt á hagstæðu verði.

Sérstök reglugerð gildir fyrir notkun á merki MFK (gull, silfur og brons) við merkingu, auglýsingu og kynningu á þeim matvælum sem unnið hafa til verðlauna í keppninni. Reglurnar eru því skýrar fyrir notkun á merkinu, bæði merkingu og markaðssetningu varanna, auk þess sem tryggja verður rétta notkun merkisins, þ.e. grafíska hönnun og lit.

Að gefnu tilefni hafa umbúðir Bónus vínarpylsnanna verið uppfærð og mun hin nýja hönnun sjást í verslunum Bónus á næstu vikum.

Það er því sannur heiður að hljóta þessi verðlaun og hvetja þau okkur til að halda áfram að koma með góðar íslenskar vörur á markað undir merkjum Bónus.