Inköllun á spritti

❗️Volcanic Drinks og Bónus inkalla tært handspritt❗️

Framleiðsluaðilinn Volcanic Drinks ehf. og Bónus innkalla tært handspritt í 250ml umbúðum (strikamerki 6198430425440) og taka hana úr sölu að höfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Umbúðir geta verið villandi en handsprittið sjálft er vel nothæft og því hægt að umhella því t.d. á notaða brúsa undan handspritti eða handsápu svo ekki verði hætta á því að fólk noti þessa vöru sem drykkjarföng í slysni. Við biðjum viðskiptavini sem keyptu vöruna að halda henni frá einstaklingum sem ekki eru færir um að lesa á umbúðir (t.d. börn) eða eru líklegri til að nota hana á rangan hátt af einhverjum ástæðum.

Þeir sem hafa keypt vöruna mega skila henni í næstu verslun og fá endurgreitt en að öðrum kosti umhella svo ekki verði slys.