3 verslanir lengja afgreiðslutíma fyrir haustið

Holtagarðar, Skútuvogur og Naustahverfi

Bónus hefur lengt afgreiðslutíma í þremur verslunum á stuttum tíma núna fyrir haustið. Holtagarðar fara í 10-20 alla daga og Skútuvogur og Naustahverfi á Akureyri fara í 10-19 alla daga. 

,,Þessar breytingar eru allt liður í því að einfalda afgreiðslutíma fyrir viðskiptavini ásamt því að þjónusta þá enn betur“ sagði Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.