Birkifræ Landsöfnun

Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman og óskað eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins.

Í dag á degi íslenskrar náttúru, þann 16. september, fór átakið á stað til að safna birkifræi sem verður dreift á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Forseti Íslands ásamt umhverfisráðherra söfnuðu í sérstaka söfnunaröskju og settu verkefnið formlega á stað.

Hægt er að nálgast söfnunaröskjur úr pappa sem hannaðar voru og prentaðar af Prentmet Oddi í verslunum okkar og er einnig tekið við fræinu í sérstakar tunnur sem Terra umhverfisþjónusta setur upp.

Hægt er að fræðast meira um söfnunina á Söfnum og sáum birkifræi eða á heimasíðu verkefnisins: www.birkiskogur.is

Skellum okkur saman í birkimó! ?