Á meðfylgjandi mynd má sjá innihald Barnabónusboxins, sem samanstendur af fjölbreyttum og vönduðum vörum fyrir fyrstu mánuði barnsins.
Barnabónus hefur slegið í gegn – þúsundir foreldra þegar fengið gjafabox
Við hjá Bónus hófum á þessu ári nýtt samfélagsverkefni sem ber heitið Barnabónus. Verkefnið snýst um að styðja við bakið á verðandi foreldrum með því að afhenda þeim gjafabox með vörum sem nýtast vel í upphafi foreldrahlutverksins.
Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. Nú þegar höfum við afhent yfir 2.500 Barnabónusbox, sem jafngilda andvirði um 60 milljóna króna, og um 1.600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu á komandi haustmánuðum.
Hugmyndin sækir fyrirmynd til Finnlands, þar sem sambærilegt barnabox var fyrst kynnt árið 1938 til að draga úr fátækt og styðja foreldra. Við vildum taka upp svipaða nálgun hér á landi og í boxunum má finna vörur á borð við bleiur, blautþurrkur, snuð, krem, náttföt, samfellu, tannbursta og naghring svo eitthvað sé nefnt.
Til að tryggja að innihaldið gagnist sem best fengum við til liðs við okkur Helgu Reynisdóttur ljósmóður, sem aðstoðaði við val á vörum. Þá höfum við fengið fjölda sjálfboðaliða til að pakka boxunum og á móti styrkjum við félagið Gleym mér ei. En fyrir þau sem ekki vita er Gleym mér ei styrktarfélag sem er til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Við höfum jafnframt forgangsraðað afhendingu þannig að foreldrar fá boxið sitt í þeim mánuði sem þau eiga von á barni. Þó eftirspurn hafi verið gríðarleg í upphafi og tafir myndast, þá er nú komin góð regla á afhendingar.
„Við erum himinlifandi yfir viðtökunum. Birgjar okkar hafa verið stoltir þátttakendur í verkefninu, sjálfboðaliðarnir hafa sýnt ómetanlega samstöðu og fjölskyldurnar tekið þessu fagnandi. Við vonum svo sannarlega að geta haldið áfram á næsta ári og þannig lagt okkar af mörkum til samfélagsins,“ segir Pétur Sigurðsson verkefnastjóri hjá Bónus.
Hér má sjá frábæru Bónus samfelluna sem nú er hluti af Barnabónus en hún kemur í staðin fyrir bangsa sem fyldi fyrstu 1.000 boxunum meðan verið var að framleiða samfellurnar.

