Facebook svikahrappar

Svikahrappar á ferð í nafni Bónus á Facebook

Mikið er um það að síður eru stofnaðar á Facebook í nafni Bónus og fólk beðið um að taka þátt í leik með peningaverðlaunum. Við biðlum til viðskiptavina að ekki láta glepjast af þessum leikjum og ekki gefa neinar upplýsingar eins og kortanúmer.

Gott ráð er að athuga hvort það er blátt „Check“ merki við Bónus nafnið eins og sést á meðfylgjandi mynd hér að neðan.

Þetta merki staðfestir að um hina raunverulegu Facebook síðu Bónus er að ræða.

 

Ef þetta bláa merki er ekki, þá eru svikahrappar á ferð.