Hvenær er best að versla í Bónus

Lengri afgreiðslutími fyrir jólin í Covid faraldri

Vegna breyttra sóttvarnarreglna vill Bónus koma því á framfæri að með lengri afgreiðslutíma er auðveldara að forðast álagspunkta í verslun yfir jólahátíðina. Alla jafna er minnst að gera í verslunum Bónus á morgnana og á kvöldin en mest er álagið frá 17:00 og framundir kvöldmatartíma.

Verslanir Bónus eru opnar 22.-23. desember frá kl. 10 til 21 en Spöngin, Smáratorg og Skeifan eru opnar til kl. 23.

Bónus vonar að lengri afgreiðslutími og upplýsingar um álagspunkta dragi úr áhyggjum viðskiptavina nú þegar hert hefur verið á sóttvörnum einu sinni enn.