Minni matarsóun og plastnotkun

Minni matarsóun og plastnotkun matvöruverslana hjálpar viðskiptavinum að draga úr umhverfisáhrifum

Á hverju ári sparast um 130 tonn af matarávöxtum og grænmeti hjá Bónus sem annars færi í lífrænan úrgang. Þetta er gert með því að bjóða upp á vörur á ríflegum afslætti sem eru á síðasta snúning. Undanfarið hefur afgreiðslutími verið lengdur í verslunum Bónus Smáratorgi, í Skeifunni, Spönginni, á Fiskislóð, að Helluhrauni, í Mosfellsbæ, að Fitjum í Reykjanesbæ, á Selfossi og Langholti á Akureyri, en breytingarnar hafa mikið að segja hvað varðar það að draga úr matarsóun þar sem meiri tími fæst til að selja viðkvæmar matvörur.

„Bónus hefur verið brautryðjandi varðandi það að draga úr matarsóun og plastnotkun undanfarin ár. Við höfum lagt hart að birgjum að auka hlutdeild pappírs á kostnað plasts en kröfur okkar um minni plastnotkun hafa skilað m.a. nýbökuðu bakkelsi úr pokum og bökkum úr plasti í pappaöskjur og sama með umbúðir fyrir nautahakk. Við þessar aðgerðir í bakkelsin hefur plastnotkun í þessum vöruflokki minnkað um allt að 90% sem er gríðarlega góður árangur. Umbúðir utan um ferskt nautahakk og hamborgara frá Íslandsnauti fóru einnig í 100% endurvinnanlegar umbúðir og sparar það plastnotkun um allt að 30 tonn á ári“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.

Í júní 2020 var lögð fram ný aðgerðaráætlun í loftlagsmálum af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en ein af þeim þremur aðgerðum sem þar eru taldar vera hvað mikilvægust til að dagar úr losun gróðurhúsalofttegunda er minni matarsóun (hinar tvær eru urðunarskattur og bann við urðun lífræns úrgangs). „Algengasti heimilisúrgangurinn er plast, lífrænn úrgangur og pappi og því hafa skref verslunarinnar mikið að segja fyrir neytendur sem vilja draga úr umhverfisáhrifum sínum“ segir Baldur. „Í Evrópu er nýlokið viku átaksverkefni sem snýst um að draga úr sorpi en við Íslendingar þurfum að taka þessi mál alvarlega og draga úr sorpi, endurnýta vörur og endurvinna efni oftar og betur en við viljum meina að þetta byrji allt hjá versluninni sem verður að fara á undan með góðu fordæmi. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að verslunin verður að vera fyrst til að draga úr hverskonar sóun og sorpi en þar verður að vinna að tvennu, takmarka notkun á óendurvinnanlegu efni annarsvegar og lágmarka hinsvegar sóun en þetta höfum við gert með því að minnka notkun á plasti verulega.“

Aðgerðir Bónus síðustu ár í þágu umhverfisins geri neytendum auðveldara að flokka heimilisúrgang sem þýði að minna fellur til af óendurvinnanlegum úrgangi sem samrýmist markmiðum um að draga úr hverskyns losun. „Við verðum að læra að draga úr neyslu sem fyrst, endurnota hluti sem eru í lagi eins mikið og hægt er og endurvinna eins mikið og mögulegt er. Við leggjum okkar lóð á vogaskálarnar með því að hefja þessa vinnu fyrir viðskiptavini okkar og nálgast hlutverk okkar í losunarkeðjunni af ábyrgð“ segir Baldur.