Söfnun fyrir íbúa Úkraínu

Styrktu íbúa Úkraínu um 500 kr.

??? Verslanir Bónus bjóða viðskiptavinum upp á að styrkja íbúa í Úkraínu með framlagi til hjálparstarfs Rauða krossins þegar þeir versla. Viðskiptavinir geta bætt 500 krónum við innkaup sín í versluninni. Hagar greiða mótframlag að sömu upphæð í verslunum og þjónustustöðvum, allt að 15 milljónum króna.
 
Heimurinn er harmi slegin yfir ástandinu í Úkraínu og fyrirséð er að neyð almennra borgara muni aukast dag frá degi. Rauði krossinn leggur áherslu á að hjálpa fólki á svæðinu að fá aðgengi að vatni, matvælum og öðrum nauðsynjum. Hægt er að sjá nánar um hjálparstarf Rauða krossins á www.raudikrossinn.is