Stærsta sjálfsafgreiðslusvæði Íslands í Bónus á Smáratorgi

sjalfsafgreidsla

Ný kynslóð af sjálfsafgreiðslukössum í Bónus á Smáratorgi

Við erum stolt að segja frá því að í Bónus á Smáratorgi má nú finna stærsta sjálfsafgreiðslusvæði á Íslandi. Um er að ræða nýja kynslóð af sjálfsafgreiðslukössum sem búa yfir byltingarkenndri tækni. Kassarnir nota myndavélabúnað til að þekkja vörurnar sem lagðar eru á vogina. Þegar viðskiptavinir leggja vöru á vogina stingur kassinn sjálfkrafa upp á hvaða ávöxt eða grænmeti um er að ræða svo ekki er lengur þörf á að velja úr valmyndum eins og áður hefur tíðkast.

Ef upp koma vandamál á kassa munu starfsmenn Bónus nú einnig geta hjálpað viðskiptavinum úr fjarlægð með notkun sérstakra armtölva.

Nýju sjálfsafgreiðslukassarnir munu því spara viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn.