Innköllun á Sukrin Fiber brauðmixi

braudmix-innkollun

❗️HB Heildverslun ehf. og Bónus innkalla Sukrin Fiber brauðmix❗️

Umboðsaðilinn HB heildverslun ehf. og Bónus innkalla Sukrin Fiber brauðmix í 250g umbúðum (Lotunúmer 933364x/933464x/933564x með best fyrir dagsetningum í september 2021).

Viðskiptavinir sem hafa keypt þessa vöru eru vinsamlegast beðnir um að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu. Bónus biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.