Viðurkenning frá Blindrafélaginu

Viðurkenning á Bónus frá Blindrafélaginu

Bónus hlýtur viðurkenningu frá Blindrafélaginu í tilefni 80 ára afmæli félagsins

Blindravinnustofan fagnaði 80 ára afmæli núna í október 2021. Af því tilefni veitti félagið Bónus viðurkenningu fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin en Bónus hefur verið stoltur samstarfsaðili Blindravinnustofunnar allt frá árinu 1989 þegar fyrirtækið var stofnað. Samhliða vexti Bónus hefur starf Blindravinnustofunar vaxið þar sem fleiri einstaklingar hafa fengið vinnu við sitt hæfi og starfa í dag um 30 einstaklingar. Blindravinnustofan gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu og sjónskertu fólki atvinnu Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum til endursölu en Bónus selur auk þess dagatal þar sem hagnaður fer í kaup á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta.

,,Svo lengi sem Bónus er til mun Bónus selja vörur frá Blindravinnustofunni“

Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus