Kerru Sótthreinsistöð

Kerru sótthreinsistöð

Bón­us hef­ur tekið í gagnið nýtt kerru­sótt­hreinsi­tæki í Smára­torgi, Skeif­unni og á Korpu­torgi og verður sett upp í næstu viku í Kaup­túni í Garðabæ. 

Tæk­inu er ætlað að auðvelda sótt­hreins­un á inn­kaupa­kerr­um. 

Um er að ræða sótt­hreinsi­tæki fyr­ir inn­kaupa­kerr­ur og hand­körf­ur sem er mik­il­væg viðbót við sótt­varn­ir sem eru þegar fyr­ir í Bón­us og minnk­ar smit­hættu,

Kerr­an keyrð inn í tækið

„Sótt­varn­ir hafa verið stór hluti af okk­ar starf­semi síðasta árið enda ör­yggi okk­ar viðskipta­vina og starfs­manna ávallt í fyr­ir­rúmi. Það er þó nokkuð síðan við pöntuðum þessi tæki en vegna eft­ir­spurn­ar bár­ust þau ekki fyrr en núna,“

Einfalt í notkun

„Inn­kaupa­kerra er keyrð inn í tækið og beðið er á meðan út­fjólu­blá­ir geisl­ar sótt­hreinsa. Mik­il­vægt er að sótt­hreinsa hend­ur á meðan beðið er eft­ir kerr­unni. Starfs­menn okk­ar munu leiðbeina viðskipta­vin­um við notk­un­ina. Við hvetj­um viðskipta­vini samt sem áður að huga að al­menn­um sótt­vörn­um við komu og brott­för úr versl­un­um Bón­us enda er þetta ein­ung­is viðbót við nú­ver­andi sótt­varn­araðgerðir,“ seg­ir Guðmund­ur Marteins­son, framkvæmdastjóri Bónus.